154. löggjafarþing — 108. fundur,  7. maí 2024.

Þjóðarsjóður.

881. mál
[17:21]
Horfa

Orri Páll Jóhannsson (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra framsöguna. Mig langar þó nota tækifærið og spyrja hæstv. ráðherra örlítið út í ákvæði 4. gr. en þar segir, með leyfi forseta:

„Stjórn sjóðsins skal með samningi fela þar til bærum aðilum, hverjum um sig, vörslu sjóðsins, áhættustýringu og eignastýringu. Aðilarnir skulu vera óháðir hver öðrum.“

Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra hvort í vinnunni við frumvarpið, sem ég veit að hæstv. ráðherra þekkir, hafi komið til greina að fyrirkomulagið á þessu væri ekki með þeim hætti að stjórn sjóðsins hefði heimild til að fela öðrum aðila þetta úti í bæ heldur væri horft til þess að þessum anga vinnunnar, rekstri og umsýslu, væri hreinlega komið fyrir hjá Seðlabanka Íslands að fyrirmynd norska olíusjóðsins.