154. löggjafarþing — 109. fundur,  8. maí 2024.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:01]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Borist hafa bréf frá mennta- og barnamálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 1258, um skólanámskrá, skólastarf og lestrarkennslu, frá Eyjólfi Ármannssyni, og á þskj. 1429, um skrifleg svör ráðherra við fyrirspurnum frá alþingismönnum, frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur og Birni Leví Gunnarssyni. Einnig hafa borist bréf frá heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 1016, um viðbragðstíma og kostnað vegna bráðatilfella á landsbyggðinni, frá Guðrúnu Sigríði Ágústsdóttur, á þskj. 1079, um sjúkraflutninga, frá Gísla Rafni Ólafssyni, og á þskj. 1470, um læknaskort í Grundarfirði, frá Maríu Rut Kristinsdóttur. Þá hefur borist bréf frá félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 322, um atvinnuþátttöku eldra fólks, frá Ingibjörgu Isaksen, á þskj. 617, um endurskoðun á reglum um búningsaðstöðu og salerni, frá Andrési Inga Jónssyni, og á þskj. 1292, um kostnað vegna umsókna um alþjóðlega vernd, frá Njáli Trausta Friðbertssyni.