154. löggjafarþing — 109. fundur,  8. maí 2024.

orð ráðherra um valdheimildir ríkislögreglustjóra.

[15:40]
Horfa

forsætisráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Forseti. Ég ætla að ítreka það að ég var ekki með neinar yfirlýsingar hér í þinginu. Ég var að svara munnlegri fyrirspurn þar sem í fyrirspurninni var rakið sérstaklega upp úr svarinu sem lá til grundvallar samtalinu hér í þinginu hver afstaða fjármálaráðuneytisins væri. Allar bollaleggingar um það að orð mín hér í munnlegri fyrirspurn við einn ákveðinn hv. þingmann séu það sem velti hlassinu í Hæstarétti finnst mér vera algjörlega út í hött og hef engu frekar við málið að bæta.