154. löggjafarþing — 110. fundur,  13. maí 2024.

utanríkis- og alþjóðamál 2023.

1099. mál
[16:23]
Horfa

utanríkisráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Frú forseti. Hvað varðar bókun 35 þá er, eins og við ræddum þegar frumvarpið var lagt fram síðast, í því frumvarpi engin ný ákvörðun um að útvíkka gildissvið EES-samningsins eða að framselja neitt meira vald, borið saman við það sem var ákveðið fyrir 30 árum síðan. Í millitíðinni, frá því að frumvarpið var síðast lagt fram, þá erum við bara með gríðarlega skýra niðurstöðu æðsta dómstóls á Íslandi sem er niðurstaða Hæstaréttar. Ef við bara fylgjum henni, sem ég geri ráð fyrir að þingmenn muni vilja gera, þá kallar það á lagabreytingu á EES-samningnum í samræmi við frumvarpið sem ég hef áður lagt fram. Ég mun að sjálfsögðu leggja fram málið aftur og treysti því að áfram sé mikill þverpólitískur stuðningur við það frumvarp hér á þingi.