154. löggjafarþing — 110. fundur,  13. maí 2024.

utanríkis- og alþjóðamál 2023.

1099. mál
[16:28]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Tímabundinn forveri hæstv. ráðherra frysti um tíma greiðslur til flóttamannahjálpar Palestínu, UNRWA, vegna ásakana Ísraels sem síðan hefur verið sýnt fram á að voru ekki á neinum rökum reistar. Nú hafa sem betur fer þær greiðslur hafist á ný og langar mig í því samræmi að spyrja hæstv. ráðherra hvort ekki standi til að hækka framlag Íslands til UNRWA umfram það sem var gert fyrr í vetur í ljósi þeirrar skelfilegu neyðar sem er á Gaza.