154. löggjafarþing — 110. fundur,  13. maí 2024.

utanríkis- og alþjóðamál 2023.

1099. mál
[16:39]
Horfa

utanríkisráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Frú forseti. Við erum auðvitað komin inn í miðjan maí. Þingið er að fara í hlé núna í lok vikunnar og mörg stór mál liggja inni í þinginu. Á endanum finnst mér skipta mestu máli að þegar mælt er fyrir málinu þá sé það unnið hratt og örugglega og það afgreitt. Það er ekki bragur á því að vera að margleggja fram frumvarp sem er mikilvægt og er þverpólitískur stuðningur við, búið er að undirbyggja og þarf einfaldlega að klára. Ég kem inn í ráðuneytið að nýju þegar framlagningarfrestur er liðinn en skýrslan er komin fram og hún undirbyggir að mínu mati frumvarpið enn frekar og ég lít svo á að skýr niðurstaða Hæstaréttar geri það sömuleiðis og geri það verkefni að klára þetta frumvarp með einum eða öðrum hætti ákjósanlegra og einfaldara og einhvern veginn skýrara að það þurfi að gera, ætli menn að bregðast við (Forseti hringir.) skýrri niðurstöðu Hæstaréttar. Það er svarið sem ég get gefið núna. Það er mjög stutt eftir af þinginu og ég geri ráð fyrir að hv. þingmaður t.d. myndi tala mjög lengi í slíku máli.