154. löggjafarþing — 110. fundur,  13. maí 2024.

utanríkis- og alþjóðamál 2023.

1099. mál
[17:39]
Horfa

Bjarni Jónsson (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að þetta sé bara eins og ég sagði, að það hljóti ávallt að vera eitt helsta verkefni íslenskrar utanríkisþjónustu að standa gegn frekara fullveldisframsali og verja sjálfstæði og fullveldi Íslands. Það er og verður eitt helsta verkefnið og í því felst engin gagnrýni.

Varðandi bókun 35. Hún er svo sem ekki sérstaklega hér undir í þessari umræðu en málið er hjá ráðherra. Það á eftir að koma í ljós, það er ekki alla vega komið fram enn og það þyrfti að fá vandaða umfjöllun, vænti ég, ef eitthvað hefur breyst þar.

Varðandi ágreining. Ég ætla ekki að bera á borð neinn ágreining en hins vegar getur maður haft sínar áherslur. Varðandi átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og þessa hræðilegu atburði sem þar er að eiga sér stað núna og í Palestínu þá var líka mikilvæg afstaða sem Ísland tók núna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna varðandi leiðina að því að styðja við Palestínu sem ríki til framtíðar og vonandi stígum við fleiri góð skref fljótt í þá áttina.