154. löggjafarþing — 110. fundur,  13. maí 2024.

utanríkis- og alþjóðamál 2023.

1099. mál
[17:43]
Horfa

Bjarni Jónsson (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég hef svo sem ekkert miklu við það að bæta eða að velta vöngum yfir þeim bollaleggingum sem hér voru bornar fram. Það var skýrt sem ég sagði, að þetta sé eitthvað sem við þurfum ávallt að vera gætin með, þ.e. með fullveldið sem fjöregg þjóðarinnar sem við þurfum ávallt að halda vel um og meta hverju sinni. Það er þá stærri og meiri umræða að taka það fyrir hvernig okkur tekst það í einstökum verkefnum og í tengslum við einstaka samninga sem við gerum. En ég legg áherslu á, eins og hv. þingmaður tók undir, að við getum sýnt meira frumkvæði í eigin lagasetningu, að það sé lagasetning sem hentar okkar aðstæðum og tekur á þeim málum sem við þurfum að taka á, en líka að við gleymum ekki hlutum eins og — ég nefndi sérstaklega neytendaverndina, sem væri eðlilegt að við værum búin að klára fyrir okkar leyti. En annars hef ég ekki mikið meira um þetta að segja.