154. löggjafarþing — 113. fundur,  16. maí 2024.

lengd þingfundar.

[13:48]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Sem fyrr þá vona ég að þingmenn meiri hlutans, sem standa fyrir því frumvarpi sem við erum að fara að ræða hér síðar í dag og ég geri ráð fyrir að sé tilefni þessarar beiðni, um breytingar á lögum um útlendinga, taki þátt í þeirri umræðu. (Gripið fram í.) En það er margt sem er óskýrt enn þá, þau markmið sem eru tilgreind með frumvarpinu standast ekki skoðun og væri mjög gagnlegt að fá skýrari innsýn í það hvað meiri hlutanum gengur til með þessum breytingum. Þannig að ég hlakka bara til, sem oftar, alltaf til í að spjalla um þessi mál.