154. löggjafarþing — 113. fundur,  16. maí 2024.

útlendingar.

722. mál
[18:18]
Horfa

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið og ítreka að auðvitað eru tilfinningarnar mjög miklar í þessum málaflokki. Við viljum öll — ég meina, ég er móðir og mér finnst gríðarlega erfitt að sjá fréttir og fréttaflutning af öllum þeim börnum sem eiga sárt um að binda erlendis. Getum við gripið alla? Nei. Getum við gert okkur besta fyrir það? Já. En ég er ekki lögfræðingur hjá Útlendingastofnun eða kærunefndinni þannig að ég get ekki metið hvert og eitt einstakt mál eins og þegar um er að ræða einhvern í hjólastól eða börn sem koma hingað. Auðvitað eigum við að taka vel utan um börn. Það er engin spurning um það. (ArnG: Spurningin var hvort þú teljir að þau séu í raunverulegri neyð eða í raunverulegri þörf fyrir vernd eða ekki.)(Gripið fram í.) (Forseti hringir.) (ArnG: Er þetta fólk sem hefur ekki raunverulega þörf á vernd?) — Að sjálfsögðu, en það verður að meta hvert einasta mál sérstaklega en það er ekki undir mér komið að gera það. (ArnG: … almenna heimild til þess að meta hvert mál …) — Ég veit ekki betur en að ég hafi orðið hérna. (ArnG: Notaðu það þá.)