154. löggjafarþing — 113. fundur,  16. maí 2024.

útlendingar.

722. mál
[19:19]
Horfa

Jódís Skúladóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir síðara andsvar. Ég ætla að fá að halda aðeins áfram með fjölskyldusameingarnar og undanþágurnar. Eins og ég var að segja í svari mínu þegar tíminn var liðinn þá hef ég mikla trú á því að manneskja sem er komin til landsins, ég held að það sé miklu gagnlegra fyrir hana, fyrir samfélagið og fyrir fjölskylduna sem enn dvelur erlendis að viðkomandi byrji að inngildast … (Forseti hringir.)

(Forseti (BÁ): Það virðast vera einhver mistök með klukkuna en hv. þingmaður getur haldið áfram í u.þ.b. eina mínútu.)

Ég þakka forseta kærlega fyrir það. Ég missti fullkomlega þráðinn. En já, inngilding er það sem ég trúi á frekar en tímaramma.

Seinni spurningin varðar 2. mgr. 36. gr. Ég hef trú á því að 3. mgr. muni grípa. Ég held að þegar við komum að þeim tímapunkti að það stefnir í að senda fólk í aðstæður — og við höfum séð að það er metið í hvert og eitt skipti … (ArnG: Út af 2. mgr.)(BHar: Nei, út af þjóðarétti.)(Forseti hringir.) — Út af þjóðarétti. En ég hef trú á því að 3. mgr. muni grípa fólkið.