154. löggjafarþing — 115. fundur,  3. júní 2024.

úrræði varðandi húsnæði og lítil og meðalstór fyrirtæki í Grindavík .

[15:42]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra svarið. Bara til að hnykkja á því, er ég þá að skilja rétt að frekari útfærslur eða lausnir hvað þessar 200–300 íbúðareiningar varðar séu ekki til sérstakrar skoðunar en það sem mögulega sé til skoðunar hvað varðar litlu og millistóru fyrirtækin — nú eru tvö mál hér fyrir þinginu í dag og er annað þeirra svona framlengingarmál — að slík mál kæmu þá fram á haustþingi? Það hlýtur að liggja fyrir ef slíkar lausnir eigi að leggja fram á þessu þingi áður en því lýkur. Ef hæstv. ráðherra myndi upplýsa það hvort slíks sé að vænta í haust og þá lagt fram í september og afgreitt einhvern tímann undir áramót sem er býsna langur tími, ímynda ég mér, fyrir marga sem eru í þröngri stöðu hvað rekstur fyrirtækja sinna varðar. En hæstv. ráðherra svaraði kannski ekki með beinum hætti því sem ég spurði hann um varðandi þær íbúðareiningar sem ekki féllu undir núverandi lausn.