154. löggjafarþing — 118. fundur,  6. júní 2024.

raforkulög.

348. mál
[12:56]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið og ég get verið alveg innilega sammála honum að mörgu leyti. En mig langar að spyrja hann: Hér er t.d. orðinn stóriðnaður núna við að grafa fyrir bitcoin. Ég meina, það er ekki nein smá orka sem þarf í þessi ósköp. Þarna mætti t.d. hægja á ef okkur vantar orku. Við erum einhvern veginn búnir að klúðra hlutunum illilega og ég segi fyrir mitt leyti að mesta klúðrið hjá okkur er hvernig við höfum leikið Vestfirðinga í orkumálum. Það er eins og þeir séu bara einhver afgangsstærð sem megi bara hreinlega eiga sig, en þar er það bara spurning um að koma orkumálum þeirra í lag, bara með tilliti til búsetu og annars. Er hann ekki sammála mér að þar þurfi virkilega að taka á og tryggja raforkuöryggi?