154. löggjafarþing — 119. fundur,  10. júní 2024.

breytingar á ýmsum lögum vegna eftirlits og leyfisveitinga Orkustofnunar.

898. mál
[16:24]
Horfa

Frsm. meiri hluta atvinnuvn. (Ásmundur Friðriksson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka þessa fyrirspurn og ég held að það sé bara eins og hér kemur fram hjá hv. fyrirspyrjanda í hans andsvari að við tryggjum að þetta endurspegli kostnaðinn. Ég geri ráð fyrir því að Orkustofnun muni gera viðkomandi ráðuneyti grein fyrir því hver sá kostnaður er við þær umsóknir sem um er að ræða og muni leggja fram gjaldskrá sem tryggir að stofnunin fái afgjald fyrir þjónustuna. Til þess er þetta mál lagt fram. Ég treysti því að þegar Orkustofnun hefur fengið heimildina muni gjaldið endurspegla þá þjónustu sem hún á að veita og ég trúi því og treysti að hún verði bæði góð og sanngjörn.