154. löggjafarþing — 119. fundur,  10. júní 2024.

fjáraukalög 2024.

1146. mál
[17:01]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Mér finnst þetta rosalega áhugavert svar, að fjármálaráðherra geti ekki sagt að alla vega sú lausn sem er lögð fram hérna sé sú besta af þeim sem voru í boði. Það finnst mér áhugavert því að ég myndi áætla að af þeim valkostum sem voru í boði þá hafi ráðherra eða fagfólk eða aðrir ákveðið sem svo að þetta hafi einmitt verið besti kosturinn í stöðunni miðað við allt annað, miðað við ákveðnar sviðsmyndir eða þróun á stöðunni eða þess háttar. Ég sakna þess rosalega mikið að okkur hér á þingi sé ekki sagt mjög skýrt, það sé bara lagt fram t.d. í svona frumvarpi: Staðan er svona. Ef jarðhræringum og eldsumbrotum lýkur í dag þá mun þetta þurfi að gerast á næstu tveimur, fjórum, fimm árum. (Forseti hringir.) Og hversu langan tíma við höfum fram að því, við höfum ekki hugmynd um það, það er óljóst, vissulega. (Forseti hringir.) Þá er fórnarkostnaður í eina eða aðra áttina, hvort við ætlum að halda úti atvinnustarfsemi og byggð í Grindavík þangað til jarðhræringum lýkur eða ekki.