154. löggjafarþing — 119. fundur,  10. júní 2024.

fjáraukalög 2024.

1146. mál
[17:46]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Það er nefnilega þannig, eins og hv. þingmaður kemur inn á, að þetta ákvarðanaleysi um fjármögnun þessara aðgerða er samt í sjálfu sér ákvörðun af því að kostnaðurinn mun lenda einhvers staðar, á þessum hefðbundnu stöðum; í vöxtum og slíkum kostnaði, nú þegar. Það að taka ekki sérstaka ákvörðun um fjármögnun gerir það að verkum að venjulega leiðin mun vera þar sem kostnaðurinn lendir. Þess vegna þurfum við að skoða hagkerfisþáttinn í öllum þessum aðgerðum til að skilja betur og í rauninni alltaf hvar kostnaðurinn lendir. Hvernig verða jaðaráhrifin fyrir fólk sem er að ströggla í þessu mánuð til mánaðar? Hvernig færast þau áhrif? Það verður tvímælalaust þannig að þau sem eiga erfitt með mánaðarútgjöldin í dag (Forseti hringir.) munu eiga enn erfiðara með útgjöldin þegar þessu er hellt aukalega inn í hagkerfið (Forseti hringir.) án þess að tekin sé sérstök ákvörðun um að bægja þeim kostnaði frá.