154. löggjafarþing — 119. fundur,  10. júní 2024.

fjáraukalög 2024.

1146. mál
[18:26]
Horfa

Elín Íris Fanndal (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Ég vil spyrja í framhaldi af svari hans að því hvaða leiðir hv. þingmaður telji vænlegastar til að ná tökum á hallanum og koma ríkisfjármálum á sjálfbæran grunn til lengri tíma litið. Þurfa skatttekjur að aukast, útgjöld að minnka eða hvort tveggja? Hvernig ætlar ríkisstjórnin að tryggja ábyrga og gagnsæja umgjörð um ríkisfjármálin og sporna við óhóflegum hallarekstri til framtíðar?