Bráðabirgðaútgáfa.

154. löggjafarþing — 120. fundur,  11. júní 2024.

Seðlabanki Íslands.

662. mál
[20:36]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Steinunn Þóra Árnadóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Það er rétt að það er tvennt sem hér er verið að leggja til. Annars vegar, eins og hv. þingmaður kom að, er í lögum um Seðlabanka Íslands heimild sem nær til gjaldtöku vegna greiðslumiðlunar og það er líka rétt að það er verið að breyta hér hinu sem snýr að gjaldtöku af hálfu greiðsluþjónustuveitanda. Ég tel að þetta mál, eins og um það er búið, verði til þess að hér verði hægt að tryggja innviði greiðsluþjónustu á Íslandi og tryggja hér með þjóðaröryggi og það held ég nú að sé megintilgangurinn með þessu máli.