154. löggjafarþing — 122. fundur,  13. júní 2024.

skipulag þingstarfa.

[10:35]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseti vill geta þess að dagskráin breytist auðvitað frá degi til dags og verður forseti að hafa nokkuð svigrúm til að meta það hvaða mál eru sett á dagskrá hvern dag. Það eru milli 20 og 30 mál sem bíða hér afgreiðslu í þingsal eftir afgreiðslu úr nefndum og fleiri mál á leiðinni úr nefndum og þarf forseti að stilla af miðað við hvernig hann telur að dagarnir nýtist sem best. Það kallar stundum á það að stokkað sé upp í dagskránni. Við erum með í dag 23 dagskrármál og um nóg að tala. Hv. þingmaður og aðrir þingmenn verða auðvitað látnir vita með fyrirvara þegar kemur að því að ræða fjármálaáætlun.