154. löggjafarþing — 122. fundur,  13. júní 2024.

skipulag þingstarfa.

[10:49]
Horfa

Eva Sjöfn Helgadóttir (P):

Forseti. Já, ég þarf bara að vera sammála fyrri ræðumönnum sem hafa komið hingað upp og furðað sig á dagskránni, hvernig hún er sett upp. Í hvert skipti sem ég kem hingað upp hef ég velt forgangsröðuninni fyrir mér, hvernig er forgangsraðað á þessum málalistum og sérstaklega nú þegar útlendingamálið, sem gerir það bara erfiðara fyrir fjölskyldur að sameinast, er talið mikilvægara en fjármálaáætlun. Ekki er litið svo á að fjármálaáætlun sé það mikilvægasta sem við þurfum að ræða. Ég spyr bara hvernig forgangsröðunin sé hjá ríkisstjórninni. Mér finnst það mjög skammsýnt að horfa til útlendingamálsins eins og það sé það eina sem skiptir máli. Mikilvægasta málið núna er fjármálaáætlun.