154. löggjafarþing — 122. fundur,  13. júní 2024.

bréf ráðherra til lögreglu.

[11:35]
Horfa

forsætisráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Ég tel að ekkert í bréfi dómsmálaráðherra geti verið umdeilt, ekki neitt, og er um að ræða grundvallaratriði. Þetta var ágætisyfirferð yfir samskipti gærdagsins og fréttir en ég skildi hv. þingmann þannig að hún lýsti sig sammála bréfi dómsmálaráðherra og ég held að hér á þinginu hljóti að vera alger samstaða um það. Við munum ekki líða pólitísk afskipti af ákæruvaldinu eða frumkvæði lögreglunnar. Það breytir því ekki að það er eitthvert svigrúm fyrir ráðherra, eftir atvikum forstöðumenn stofnana, til að vekja athygli á einhverjum stöðum og það er það sem hæstv. fjármálaráðherra taldi sig vera að gera.