154. löggjafarþing — 122. fundur,  13. júní 2024.

útlendingar.

722. mál
[12:26]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Þegar ég segi að hv. þingmaður geri lítið úr áliti þá er það vegna þess að hv. þingmaður sagði hér áðan að henni fyndust rök umboðsmanns barna í álitinu ekki vera rétt. Það voru orðin orðrétt sem hv. þingmaður notaði. Það er að gera lítið úr áliti frá umboðsmanni þessa Alþingis, þ.e. umboðsmanni barna, sem við skipuðum til þess að tryggja það að við hér á Íslandi fylgdum barnasáttmálanum frá A til Ö, ekki bara A, C, D og F eftir því hvort börnin eru íslensk eða erlend eða hvort þau eru hér búandi eða á flótta.