154. löggjafarþing — 123. fundur,  14. júní 2024.

útlendingar.

722. mál
[11:29]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það er nær að ég sé að tjá mig hér um fundarstjórn forseta en um þessa atkvæðagreiðslu. Ég hef rætt á fundum forsætisnefndar hversu ólíðandi það er að lífverðir forsætisráðherra sé á stjákli hér innan þinghússins. Alþingi er friðheilagt. Það er óþolandi og ekki til sóma að sérsveitarmaður lögreglunnar sé hér í hliðarsal meðan Alþingi situr að störfum. Ég fer fram á það að forseti losi Alþingi við þessa starfsmenn valdstjórnarinnar núna strax. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)