154. löggjafarþing — 123. fundur,  14. júní 2024.

útlendingar.

722. mál
[11:38]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V):

Virðulegi forseti. Hér er tillaga sem endurómar þá hugsun að þeir sem koma hingað og leita hingað en brjóta af sér verði sendir úr landi. Þetta er svipuð hugsun og er víðast hvar sett fram, m.a. nýlega af kanslara Þýskalands og af öðrum nágrannaríkjum okkar Íslendinga. Þetta er eitthvað sem við í Viðreisn hefðum viljað sjá unnið betur í nefnd og þingið hefur fengið meiri tíma. Því ætlum við að sitja hjá í þetta sinn við afgreiðslu þessa máls. Auðvitað er það líka kaldhæðnislegt, en ég undirstrika um leið að það er bara eftir bókinni, að frumkvæðið skuli ekki koma frá ríkisstjórninni í þessu máli. Þetta undirstrikar enn og aftur sinnuleysi og stjórnleysi þess stjórnmálaflokks sem hefur borið ábyrgð á útlendingastefnu og útlendingamálum hér síðastliðin 11 ár. Frumkvæðið er ekki að koma þaðan. Frumkvæðið kemur annars staðar frá.