154. löggjafarþing — 126. fundur,  20. júní 2024.

auðlindaákvæði í stjórnarskrá.

[10:46]
Horfa

forsætisráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegur forseti. Það er þegar hv. þingmaður notar hugtök eins og „afhenda“. Þeir sem hafa verið að ræða um lagareldismálin segja að það hafi staðið til að afhenda einhverjum eitthvað þegar er verið að veita leyfi til nýtingar. En auðvitað er þetta allt saman gert til að þyrla upp einhverju pólitísku ryki. Það er engin lagaleg innstæða fyrir þeim fullyrðingum að hér sé stjórnarmeirihluti sem ætli sér að afhenda varanlega einhverjar eignir. Ótímabundin leyfisveiting er ekki varanleg afhending á eignum ríkisins. Þetta er ekki svona, þetta er bara röng lagaleg niðurstaða. Við höfum farið mjög vel yfir þetta í stjórnarskrárvinnunni og höfum fengið skrifaðan út heilmikinn texta, t.d. um auðlindaákvæðið, þar sem þetta er rakið. Ég bendi áhugasömum um að lesa greinargerðina með því frumvarpi sem fyrrverandi forsætisráðherra lagði fyrir þingið hér (Forseti hringir.) fyrir nokkrum árum, fyrir síðustu kosningar, um auðlindaákvæðið. (Forseti hringir.) Þar er þetta rakið allt saman mjög rækilega.