154. löggjafarþing — 130. fundur,  22. júní 2024.

Frestun á skriflegum svörum.

[10:04]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseta hafa borist bréf frá félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 324, um búsetuúrræði fatlaðs fólks, frá Bryndísi Haraldsdóttur, á þskj. 442, um greiðslur almannatrygginga, frá Jóhanni Páli Jóhannssyni, á þskj. 1156, um fæðingarstyrki og greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði, frá Líneik Önnu Sævarsdóttur, og á þskj. 904, um kostnað vegna þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd, frá Birgi Þórarinssyni.