154. löggjafarþing — 131. fundur,  22. júní 2024.

húsaleigulög.

754. mál
[23:04]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Eins og kom fram í umsögn BSRB, BHM og KÍ er leiguskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar gert hærra undir höfði með skráningarskyldu leigusamninga. Eins og segir í frumvarpinu eru áreiðanlegar upplýsingar um markaðsleigu sem byggjast á heildstæðum upplýsingum um allan leigumarkaðinn grundvallarforsenda þess að unnt verði að framkvæma þær breytingar á húsaleigulögum sem lagðar eru til við efni frumvarpsins. BHM, BSRB og KÍ taka heils hugar undir þetta og telja þetta í raun nauðsynlega breytingu enda veita þær upplýsingar sem húsnæðisgrunnur heldur utan um nauðsynlega sýn á stöðu mála á leigumarkaði. Með þessari tillögu um afnám skráningarskyldu í húsaleigugrunn er verið að taka hryggjarstykkið úr frumvarpinu og því ekki hægt að samþykkja það þrátt fyrir ýmis góð atriði sem í frumvarpinu er að finna. Viðreisn mun sitja hjá við lokaafgreiðslu þessa máls.