155. löggjafarþing — 10. fundur,  26. sept. 2024.

Kosning umboðsmanns Alþingis skv. 1. gr. laga nr. 85 1997, um umboðsmann Alþingis, með síðari breytingum, til fjögurra ára, frá 1. október 2024 til 30. september 2028.

[13:37]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Atkvæði hafa fallið þannig að Kristín Benediktsdóttir hlaut 38 atkvæði. Tveir þingmenn greiða ekki atkvæði. Lýsi ég því Kristínu Benediktsdóttur rétt kjörna sem umboðsmann Alþingis frá 1. október 2024 til næstu fjögurra ára.

Um leið og ég óska Kristínu Benediktsdóttur velfarnaðar í starfi vil ég þakka Skúla Magnússyni, fráfarandi umboðsmanni, fyrir hans störf, en eins og kunnugt er tók hann við embætti umboðsmanns þann 1. maí 2021.