18.02.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1406 í B-deild Alþingistíðinda. (1935)

93. mál, löggilding Viðey

Jón Ólafsson:

Eg vil leyfa mér að benda á, að löggildingin getur orðið öðrum til hagnaðar en félaginu. Reykjavík á engin hafnartæki, Uppskipun kola, salts og önnur afferming er miklu dýrari hér en í Viðey og legst sá kostnaður á kaupendurna. Fiskiskipin gætu t. d. fengið kol, salt og aðrar þungavörur ódýrari, og kæmi það þá miklu fleirum í hag. Reyndar myndi Reykjavík missa dálítið af hafnartollum, en þó ekki svo mjög, sem þm. Rvk. gera orð á. En hafnartollar Reykjavíkur eru goldnir fyrir ekki neitt.