18.02.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1407 í B-deild Alþingistíðinda. (1936)

93. mál, löggilding Viðey

Jón Jónsson (S.-Múl.):

Síðasti ræðum. benti með réttu á, að fleiri en félagið hefðu hagnað af löggildingunni, en hins vegar er það hreint ekki svo víst, að hafnarsjóður Reykjavíkur muni hafa skaða af því, þótt frumv. nái fram að ganga, því að skip þau, er ætla til Viðeyjar, geta komist hjá að greiða hafnargjöld í Reykjavík, með því að fara inn á aðrar hafnir til afgreiðslu, t. d. Keflavík, Hafnarfjörð eða Akranes, og afleiðingin yrði þá engin önnur en sú, ef frumv. yrði felt, að það væri aukakostnaður og fyrirhöfn fyrir hlutaðeigendur, en hafnarsjóður Reykjavíkur yrði hvorki ríkari né fátækari eftir. Mér er þetta ekki kappsmál; en það er þó finst mér óviðkunnanlegt, að fella þessa löggilding, þegar þess er gætt, að hingað til hefir það verið reglan, að samþ. allar löggildingar orðalaust.