25.02.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 860 í B-deild Alþingistíðinda. (732)

58. mál, skoðun á síld

Ari Jónsson:

Þótt einstakar greinar frumv. megi ekki ræða fyr en við aðra umræðu, vildi eg þó leyfa mér að skjóta þeirri spurningu til háttv. flutningsmanns, hve langt hann vill láta: 3. gr. frumv. ná, og æskja skýringar hans á því. 3. gr. segir:

»Skipstj. ... skyldir að fá matsmenn út á skip sín. Skal hann segja fyrir um, hvernig skipið skuli búið út, svo að hagfelt sé fyrir geymslu síldarinnar og ... skulu þeir skyldir að hlíta fyrirmælum hans«.

Eg þykist vita, að ákvæði þessi séu aðallega sett til þess, að matsmaður geti með fyrirmælum sínum undirbúið flokkun á síldinni. En hversu langt má matsmaður fara í fyrirskipunum sínum? Ákvarðanir hans í þessu efni geta orðið erfiðar til framkvæmdar fyrir skipstjórana, jafnvel óheppilegar ef matsmaður beitir sér þann veg. Mér finst löggjafarvaldið ganga hér of nærri frelsis- og ákvörðunarrétti einstaklingsins (skipstj.), ef starfssvið matsmanns er ekki frekar takmarkað í þessum ákvæðum.