15.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 865 í B-deild Alþingistíðinda. (739)

58. mál, skoðun á síld

Framsögum. (Ágúst Flygenring):

Eins og þetta mál liggur fyrir frá nefndinni, þá er það tekið aftur af flutningsmanni. Í þessu efni nægir að skírskota til nefndarálitsins. Eg vil ekki fara að færa ástæður fyrir þessu eða þreyta hina háttv. deild með löngu máli, úr því að nefndin komst að þessari niðurstöðu, því málið er ekki lengur til sem frv.

En eg vil að háttv. deild taki til greina þingsályktunartill., eins eg hún kemur fram í nefndarálitinu, og óska að eins að hún verði tekin til meðferðar þannig að ákveðið verði á þessum fundi hvernig ræða skuli. Eg leyfi mér að stinga upp á einni umræðu.