18.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1353 í B-deild Alþingistíðinda. (1643)

66. mál, gjöld til holræsa og gangstétta í Reykjavík

Jón Magnússon:

Ef ekki er annað en þetta, sem menn hafa að athuga við frumv., þá er óhætt að ráða því til lykta. Hér er einungis átt við kostnaðinn við að leggja holræsin í fyrstu, og skil eg ekki, að háttv. 1. þm. Rvk. (J. Þ.) skuli ekki skilja þetta. Þegar lagður er á skattur, þá getur hann ekki farið lengra en lögin segja. Ætti ekki að þurfa að benda neinum þingmanni á slíkt.