22.02.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 386 í B-deild Alþingistíðinda. (171)

10. mál, rannsókn bankamálsins

Forseti:

Eg tek mér orðið til að vísa frá mér aðdróttun þeirri, er lá í orðum hv. 5. kgkj. Eg vil bera það undir alla deildarmenn, hvort eg hafi ekki einmitt sýnt háttv. 5. kgk. hið ýtrasta umburðarlyndi alt til þessa, þar sem eg hefi látið hlutlaust, þótt hann í ræðum sínum hafi farið út yfir þingskapa-mörkin. — Nú eru æsingatímar, — æsinga kennir í deildinni; eg hefi mætt henni með hógværð í þeirri von, að hún við það sefaðist af sjálfri sér. Þessvegna hefi eg ekki verið eins strangur og skyldi um hörð og óþingmannleg orð, er fallið hafa og sem vita hefði átt. Þó þykir mér rétt að taka það fram, að hér eiga ekki allir óskilið mál. Eg óska og vona að háttv. þingmenn deildarinnar forðist framvegis öll óþingmannleg orð og gæti stillingar.