10.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1827 í B-deild Alþingistíðinda. (2198)

58. mál, sjómannavátrygging

Flutningsm. (Sigurður Sigurðsson):

Eg skal játa, að eg hefi ekki talað við sjóðsstjórnina né leitað mér upplýsinga hjá henni. Eg bjóst við, að nefnd yrði skipuð í málið og að hún svo annaðist um það. Eg hygg, að hagur sjóðsins sé eigi sem beztur, en eg vil benda á, að landssjóði er heimilt að lána sjóðnum, ef á þarf að halda. Annars vil eg ekki orðlengja um þetta mál frekar að sinni.

Gagnvart háttv. 2. þm. Eyf. (St. St.) verð eg að játa, að eg heyrði ekki glögt hvað hann sagði, vegna þess að annar maður var að tala við mig meðan hann hélt ræðu sína. En eg vona að hann verði kosinn í nefnd þá, sem væntanlega verður skipuð í þetta mál, og fáum við þá tækifæri til að bera okkur saman.