11.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1952 í B-deild Alþingistíðinda. (2360)

68. mál, gerðardómur í brunabótamálum

Flutnm. (Jón Ólafsson):

Mig furðar á því, að hinn hv. 1. þm. Eyf. (H. H.) skuli halda því fram, að við getum ekki sett skilyrði öðrum en íslenzkum félögum. Mörg lönd hafa þó slík ákvæði um vátryggingarfélög. Skal eg í því efni benda á t. d. Bandaríkin og Þýzkaland. Það væri undarlegt, ef vér mættum ekki setja ákvæði um þessa sem hverja aðra atvinnu. Að hér sé verið að banna félögunum atvinnuna, er einber hégómi. Að erfitt hafi verið að fá breytt kjörum, er satt, en það stafar af því, hve brunar eru hér tíðir. Þetta frv. miðar ekki að því að auka brunana, heldur að því að bæta úr rangsleitni.