28.02.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2028 í B-deild Alþingistíðinda. (2472)

19. mál, Landsbankarannsókn

Flutningsm. (Hálfdan Guðjónsson):

Eg ætla að eins að segja nokkur orð út af ummælum 2. þm. S.-Múl. (J. Ól). Hann taldi formgalla vera á tillögunni og sagði, að hún væri óákveðin og vildi láta taka hana út af dagskrá. En þó hann láti svo, sem hann skilji ekki, hver meiningin sé með nefndarskipuninni, þá veit hann, að hún á að rannsaka gerðir landstjórnarinnar í bankamálinu. Hvað hér er átt við með orðinu »landsbankamálið« mun áreiðanlega vera ljóst almenningi um land alt.