14.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2091 í B-deild Alþingistíðinda. (2568)

59. mál, frímerki

Hannes Hafstein:

Háttv. flutnm. (B. Sv.) efaðist um, að það væri rétt hermt hjá mér, að það tæki svo langan tíma að búa til frímerkin, en eg get fullvissað hann um, að það, er alveg rétt. Það er ekki hægt að búa til frímerkin, fyr en búið er að grafa stimplana, og það er ekki nóg, að grafa einn stimpil, heldur þarf að grafa eins marga og frímerkin eru í hverri örk. Og síðast, þegar frímerkin með tveim kongunum voru búin til, tók það næstum því eitt ár.