22.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2119 í B-deild Alþingistíðinda. (2614)

140. mál, gjöf Jóns Sigurðssonar

Flutnm. (Jón Þorkelsson):

Eg hefi ekkert á móti því, að nefnd sé sett í málið, ef hún vinnur að málinu undandráttarlaust. En eg ætla orðin »annars kostar« hafi einkum flækst fyrir háttv. 1. þm. Eyf. (H. H.), því að honum mun vera annað mál tamara en ósvikin íslenzka. Ef honum er hugarhægð í því að færa þau í 1. lið, hefi eg ekki á móti því.