16.03.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 788 í B-deild Alþingistíðinda. (531)

93. mál, vélgæsla á íslenskum gufuskipum

Lárus H. Bjarnason:

Háttv. 3. kgk. þm. gat þess. að hann hefði eftir bendingu frá mér, slept að taka upp í frumvarpið reglur um kenslufyrirkomulagið, próf og prófskilyrði. Út af þessu vil eg aðeins geta þess, að eg lagði þetta til af því, að kröfurnar til prófa og því um líks breytast með tímanum og þá miklu auðveldara að koma æskilegum breytingum að, sé fyrirkomulagið sett með reglugerð en ef sett væri með lögum. Auk þess er fult svo mikil trygging fyrir góðu fyrirkomulagi með þeirri aðferð, því að stjórnin mundi vitanlega ráðfæra sig við fagmenn, en um lagasetningu ráða þeir menn oft og tíðum litlu.