19.08.1912
Efri deild: 28. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 452 í B-deild Alþingistíðinda. (477)

89. mál, styrkur til búnaðarfélaga

Einar Jónsson:

Jeg álít það í alla staði rjett, að mál þetta komi fyrir Búnaðarfjelag Íslands. Er jeg því samþykkur þeirri rökstuddu dagsskrá, sem fram er komin að mestu, en vil aðeins að hún yrði orðuð á þessa leið:

„Með ósk um, að landsstjórnin leggi fyrir Búnaðarfjelag Íslands, að taka mál þetta til íhugunar, og athuga jafnframt, hvort eigi megi gera mat jarðabóta á landinu til dagsverka eða verðlauna yfirleitt eftir ástæðum á hverjum stað rjettlátara en nú á sjer stað, og leggi álit þess og tillögur fyrir næsta þing, tekur deildin fyrir næsta mál á dagsskrá.“

Annars tala jeg ekkert frekar í þessu máli. Helztu atriði þess er búið að taka fram. Það liggur í augum uppi, að misjafnir erfiðleikar eru við túnasljetturnar og aðrar jarðabætur, og ójöfnuður á sjer því stað þegar alstaðar er metið jafnt til dags verka. En engu minni erfiðleika tel jeg víða annarsstaðar en á Vestfjörðum. Æskilegt væri því mjög, að leið yrði fundin til þess, að gera matið rjettlátara, svo og að enginn yrði settur hjá verðlaunum vegna þess, hve jarðabætur eru honum erfiðar.