29.08.1913
Neðri deild: 46. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1858 í C-deild Alþingistíðinda. (1215)

102. mál, einkaréttur til að vinna salt úr sjó

Pétur Jónsson:

Eg vildi að eins geta þess, að það var ekki fyrir gleymsku að nefndin feldi ekki burtu 3. málsgr. þ. e. um tvöföldun gjaldsins eftir 10 ár. Nefndin lítur svo á, að sé 50 aura gjald ekki of hátt nú, þá muni helmingi hærra gjald ekki verða of hátt eftir 10 ár. Það er heldur ekki skylda að hækka gjaldið. Það er að eins veitt heimild. Ef leyfishafi ekki getur unað við hækkunina, þá myndi lögunum ekki verða beitt. svo hart.