30.08.1913
Neðri deild: 47. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1875 í C-deild Alþingistíðinda. (1229)

4. mál, landsreikningar

Framsm. (Guðmundur Eggerz):

Að því er þetta frumv. snertir, hefir nefndin ekki haft annað að athuga en það, að tekjurnar af Arnarstapa- og Skógarstrandar-umboði eru vantaldar um kr. 406,72, og hefir nefndin leyft sér að gera beyt.till. við frumv. hér að lútandi. Samkvæmt þessu hækka tekjueftirstöðvar landssjóðs um nefnda upphæð, því þar sem landssjóður á þessa upphæð hjá umboðamanni, eru það eftirstöðvar landssjóðs, en ekki peningaforðinn, sem hækka.

Að því er álit og tillögur yfiskoðunarmanna snertir, skal það tekið fram, að nefndin gat ekki séð ástæðu til að gera neinar sérstakar till. þar að lútandi. Þetta er ekkert nýtt, og eg held að eg fari ekki skakt með það, að eins hafi verið farið að t.d. 1905 Og af því að ágreiningurinn milli stjórnarinnar og endurskoðunarmanna er ekki mjög mikill, vildi nefndin ekki koma fram með sérstakar tillögur.

Viðvíkjandi gjaldabálkinum skal eg taka það fram, að yfirskoðunarmenn hafa viljað skjóta því undir úrskurð Alþingis, hvort vitaumsjónarmanni sé heimilt að reikna sér fæðispeninga á eftirlitsferðum sínum auk ferðakostnaðar. Það hefir nú verið upplýst, að þessi umsjónarmaður hefir reiknað sér fæðispeninga á slíkum ferðum 7–8 krónur á dag auk dagpeninga. Nefndin er þeirrar skoðunar, að þetta sé of hátt sett, en kannast hins vegar við, að það sé ósanngjarnt að láta þennan mann borga fæðispeninga af launum sínum, sem er marga mánuði ársina í burtu frá heimili sínu. Álítur nefndin hæfilegt, að hann fái 4 kr. á dag í fæðispeninga á ferðum sínum, hvort sem hann ferðast á sjó eða landi. Það kann að vera, að þetta sé nokkuð litið, þegar um sjóferðir er að ræða, en á hinn bóginn er það meira en nóg á landferðum. Í sambandi við þetta má benda á það, að verði fæðispeningar umsjónarmanns vitanna lækkaðir, þá virðist sjálfsagt að ið sama gildi um fæðíspeninga annara opinberra starfamanna, svo sem skógræktarstjórans og landsverkfræðingsins. Annars er þetta mál ekki svo mikilsvert, að sérstakar tillögur þurfi um það, en hins má vænta, að stjórnin taki tillit til álits nefndarinnar í þessu efni.