10.09.1913
Efri deild: 51. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1102 í B-deild Alþingistíðinda. (2334)

38. mál, stjórnarskipunarlög

Hákon Kristoffersson:

Jeg skal ekki vera langorður, en vil aðeins lýsa yfir því, að jeg greiði atkvæði með frv., enda þótt jeg sje ekki ánægður með sum ákvæði þess.

Það voru einkum ummæli háttv. þm Ísf. (S. St.) frá 2. umræðu, er hneyksluðu mig (Sig. Stetánsson: Jeg er dauður). Þó háttv. þingm. sje dáinn um sinn. Hann talaði um þá ábyrgð, sem við tækjum á okkur, er samþykkja vildum frumvarpið. Jeg þakka fyrir þann hluta, er jeg á af þessum brjóstgæðum.

Þótt jeg sje yfirleitt óánægður með fyrirkomulag efri deildar, og það sje reynsla fengin fyrir því, að þingræðisfleytan hefur ekki farið af kjölnum, þó að konungkjörnir þingmenn hafi ekki verið skipaðir nema til 6 ára, svo að óþarfi er að kjósa nú þá, sem koma í stað þeirra til 12 ára, þá greiði jeg atkvæði með frv., því að mörg önnur ákvæði þess eru til stórra bóta frá því, sem nú er, enda hefur þjóðin óskað þess, að þetta þing bætti úr óorðheldni síðasta þings, og samþykkti stjórnarskrárbreytin,u, og þó jeg telji, að breytingin hefði mátt verða betri en raun er á orðin, sjerstaklega hvað víkkun á kosningarrjettinum og skipun efri deildar snertir, þá held jeg, að betra hefði ekki verið hægt að koma fram á þessu þingi, þar sem hver höndin er upp á móti annari ef svo mætti að orði kveða.