19.07.1913
Neðri deild: 14. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 289 í C-deild Alþingistíðinda. (235)

61. mál, ritsíma- og talsímakerfi Íslands

Pétur Jónsson:

Eg vildi að eina gera grein fyrir afatöðu minni til þessa frumvarpa.

Í fyrsta lagi hefi eg léð nafn mitt sem flutningsmaður þess, að eins með þeirri forsendu, að til stendur að stj.frv. um breytingar á þessum sömu lögum komi frá háttv. Ed. Því að þá finnst mér ekki saka, þótt þetta komi með, þó að mér sé það annara á móti skapi, að fara að breyta svo ungum lögum fyrir smámuni, og hefði því ekki viljað gera það fyrir þetta eina atriði, því liggur ekki á hvort sem er. Eg býst við að einhverjum þyki undarlegt, ef eg er með þessari breyting, af því að eg var á móti símalínu þessari á þingi 1912; þá lá sem sé ekki fyrir nein ágizkun um það, hvort kleift væri að leggja síma þarna. En úr því að hann er nú kominn inn í lögin á annað borð, þá álít eg réttara að leggja hann að Látrum, en að Stað. Þess vegna hefi ég ekki skorast undan að vera með þessu. Í rauninni býst eg við að verða lítill stuðningamaður frumvarpa þessa, en álít hina vegar að það saki ekki, ef á að breyta lögunum á annað borð.