19.07.1913
Neðri deild: 14. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 292 í C-deild Alþingistíðinda. (239)

61. mál, ritsíma- og talsímakerfi Íslands

ATKV.GR.:

Málinu Vísað til 2. umr. í einu hlj. 5 manna nefnd samþyk í einu hljóði, og í hana kosnir með hlutfallskosningu:

Stefán Stefánsson

Jón Jónsson

Jóhannes Jóhannesson

Skúli Thoroddsen

Þorleifur Jónsson

Dagskrá:

1. Frv. til laga um breyting á tolllögum fyrir Ísland nr. 54, 11. Júlí. 1911, 1. gr. 15. (87); 3. umr.

2. Frv. til laga um breyting á 1. gr. laga um vitagjald frá 11. Júlí 1911 (86, 92, 105); 3. umr.

3. Frv. til laga um samþyktir um eftirlit með fiskieiðum í landhelgi (99, 100); 3. umr.

4. Frv. til laga um breyting á lögum nr. 18, 9. Júlí 1909 um styrktarsjóð handa barnakennurum (48); 3. umr.

5. Frv. til fjáraukalaga fyrir árin 1912 og 1913 (stj.frv., n. 91); framh. 1. umr.

6. Leitað yfirlýsingar deildarinnar um stjórn minningarsjóðs Jóns ferseta Sigurðssonar frá Gautlöndum.

7. Frv. til laga um rafveitu fyrir Seyðisfjarðarkaupstað (85); 1. umr.

8. Frv. til laga um breyting á lögum

nr. 34, 16. Nóv. 1907, um skipun Læknishéraða o. fl. (93); 1. umr.

9. Frv. til laga um hvalveiðamenn (77); 1. umr.

10: Tillaga til þingsályktunar um skoðun vitastæðis á Straumnesi í Norður-Ísafjarðarsýslu (80); ein umr.

11. Tillaga til þingsályktunar um skipun sjávarútvegsnefndar (102);hvernig ræða skuli:

Allir á fundi, nema 2. þm. Eyf. (H. Hafstein).

Fundargerð síðasta fundar lesin upp, samþykt og staðfest.

Forseti skýrði frá, að frá efri deild hefði borist:

Frumv. til laga um sölu á þjóðjörðinni Reykjum í Hrútafirði á þgskj. 117, ásamt tilmælum um að það yrði lagt fyrir Nd.

Forseti tilkynti, að nefnd sú, sem kosin var til að íhuga frumvarp til laga nm breyting á lögum nr. 30, 20. Okt. 1905, um málaflutningsmenn við landsyfirdóminn í Reykjavík hefði kosið sér formann Valtý Guðmundsson og skrifara Kristján Jónsson; að nefnd sú, sem kosin var til að íhuga frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 30, 16. Nóv. 1907 um lán úr landssjóði til byggingar. íbúðarhúsa á prestssetrum landsins, hefði kjörið sér formann Lárus H. Bjarnason og skrifara Benedikt Sveinsson, og að nefndin, sem skyldi íhuga frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 25, frá 22. Okt. 1912, um ritsima- og talsímakerfi Íslands, hefði kosið sér formann Jóhannes Jóhannesson og skrifara Skúla Thoroddsen.

Forseti skýrði frá, að útbýtt hefði verið í deildinni:

1. Frv. til laga um sölu á þjóðjörðinni Reykjum í Hrútafirði. Eftir 3. umr. í Ed. (117).

2. Frv. til laga um breyting á lögum nr. 26, 11. Júlí 1911 um skoðun á síld. Flutn.m.: Magnús Kristjánsson og Matthías Ólafsson.

3. Frv. til laga um járnbrautarlagning. Flutn.m.: Jón Magnússon, Eggert Pálsson, Einar Jónsson, Sig. Sigurðsson (113).

4. Frv. til laga um að landssjóður leggi Landsbankanum til 100 þús. kr. á ári í næstu 20 ár. Frá Landsbankamálanefndinni (123).

5. Frv. til laga um landssjóðsábyrgð á sparisjóðsfé og innlánsfé Landsbankans og útbúa hans og meðferð á varasjóð bankans. Frá nefndinni landsbankamálinu (124).

6. Breytingartillaga Við frumvarp til fjáraukalaga fyrir árin 1912 og 1913. Frá fjárlaganefndinni.

Forseti skýrði frá, að útbýtt hefði verið frá Ed.:

1. Frv. til laga um stofnun Landhelgissjóðs Íslands. Eftir 2. umr. í Ed. (116).

2. Frv. til laga um mannanöfn. Eftir 2. umr. í Ed. (114).

3. Frv. til laga um nafnabreytingar og ný nöfn á býlum. Eftir 2. umr. í Ed. (118).

4. Viðaukatill. Við breytingartillögu á á þgskj. 107 við frumvarp til laga um ábyrgðarfélög. Frá nefndinni (120).

5. Breytingartillögur við frumvarp til laga um hagstofu Íslands. Frá nefndinni (119).

6. Tillaga til þingsályktunar um skipun nefndar til að íhuga samgöngumál á sjó. Flutningsm.: Sigurður Eggerz, Jón Jónatansson, Sigurður Stefánsson (112).

Forseti skýrði frá, að lagt hefði verið fram á lestrarsal:

Í. Erindi frá Magnúsi Guðmundssyni um styrk til að fullkomna sig í skipasmiði.

2. Þingmálafundargerð fyrir Reykjavík.

3. Áskorun frá 13 skipstjórum, um að næsti viti verði reistur á Straumnesi á Ströndum, ásamt umsögn Fiskifélags Ísland.

4. Erindi frá þingmönnum Rangárvallasýslu um brú á Eystri-Rangá.