08.09.1913
Neðri deild: 54. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2289 í C-deild Alþingistíðinda. (2555)

66. mál, sveitarstjórnarlög

Framsögum. (Stefán Stefánsson):

Eins og háttv. þingdeildarmenn rekur minni til, flutti eg snemma á þinginu frumvarp um breytingu á sveitarstjórnarlögunum. Breytingin var sú, að heimila að leggja útsvör á verzlanir, þótt ekki væru reknar lengur en 4 vikur af gjaldárinu, og þótt eigandi hennar hafi þar ekki fast aðsetur. Það hefir nefnilega síðustu árin verið gert talsvert að því, að einstakir kaupmenn reki selstöðuverzlanir í útkjálkahéruðunum á þeim tíma sem aðalverzlun sveitamanna fer fram, og svo eftir stuttan tíma, 23 mán., farið með verzlunararðinn, án þess að hlutaðeigandi sveitarfélag hafi getað lagt á þá útsvar. Þegar eg bar fram frumv., þekti eg einn stað, þar sem þannig löguð verzlun er rekin, en síðan hefir mér verið sagt af þeim fleiri og víðsvegar, svo að það virðist vera fylsta ástæða til að breyta sveitastjórnarlögunum í þessu efni. Máli þessu var vísað til neindar og ræddi hún það á nokkram fundum, en jafnframt komu til tals í nefndinni ýmis önnur atriði viðvíkjandi sveitastjórnarlögunum, sem henni virtist vera ástæða til að breyta. Til dæmis þótti nefndinni það óeðlilegt að ekki skuli vera heimilt að leggja sveitarútsvar á lifrarbræðslumenn og aðra slíka atvinnurekendur, sem alt af eru útlendingar og hafa stórhagnað af sínum fyrirtækjum, þótt þeir reki þan styttri tíma en 4 mánuði. Enn fremur þótti nefndinni rétt að leggja mætti útsvar á þiljubáta úr fjarlægum sveitum, sem halda til í öðrum sveitafélögum, þótt styttri tíma sé en 4 mánuði, hafi þeir mjög verulegan hagnað af útgerðinni. Þessum þiljubátum er haldið úti um helzta bjargræðistímann og enginn skattur borgaður af útgerð þeirri, en smábátar, sem gerðir eru út innanhéraðs, eru aftur á móti útsvarsskyldir. Þetta er mjög tilfinnanlegt, sérstaklega fyrir þau sveitafélög, sem verða að borga útsvar af opnum bátum sínum, er leita til annara veiðistöðva, en stóru aðkomubátarnir, sem eru miklu arðmeiri, sleppa við útsvar bara vegna þess, hvernig þeir eru bygðir.

Þá var því hreyft í nefndinni af sérstöku, gefnu tilefni, hvort ekki myndi vera ástaeða til að taka til athugunar, hvort gerlegt væri að undanskilja síldveiðamenn í öðrum hreppi, en sínum eigin, aukaútsvari, er þeir reka veiðiakap að eins í fáa daga, og það án þess að hafa fast aðsetur á landi. En það er fullkomlega rétt samkvæmt sveitastjórnarlögunum, að leggja á þessa menn, jafnvel þótt þeir hafi ekki stóran arð af veiðiskapnum og dvölin sé að eins um fáa daga. Ef mig minnir rétt, þá eru það einungis síldveiðamenn og hval veiðamenn, sem ótiltekið er um, hvað lengi megi reka atvinnu sína, án þess að á þá sé lagt sveitarútsvar.

Það eru þessi atriði meðal annars fleira, sem nefndarmönnunum kom saman um, að yrðu tekin til athugunar, þegar farið yrði að breyta sveitastjórnarlögunum. En af því að nú er svo áliðið þingtímans, að ekki eru tiltök á að breyta öllu, sem lagfæra þarf í þeim lagabálki, og hins vegar óheppilegra að breyta nú einstökum atriðum, án þess að lögin þá um leið séu tekin til gagngerðrar athugunar, þá áleit nefndin ráðlegast að vísa málinu til landsstjórnarinnar til undirbúnings undir næsta þing, og leggi þá fram frumvarp til breytinga á núgildandi sveitastjórnarlögum. Það er því ósk nefndarinnar, að háttv. deild afgreiði málið að þessu sinni á þann hátt, að vísa málinu til stjórnarinnar.