21.07.1913
Neðri deild: 15. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 321 í C-deild Alþingistíðinda. (268)

60. mál, skoðun vitastaðar á Straumnesi

ATKV.GR.:

Tillagan samþ. með 14 samhlj. atkv.

Fundi slitið. 16. fundur.

Þriðjudag 22. Júlí 1913, kl. 12 á hád. Dagskrá: 1. Frv. til laga um breyting á sveitarstjórnarlögum 10. Nóv. 1905 (98) ; 1. umr.

2. Frv. til laga um líftrygging sjómanna (103); 1. umr.

3. Frv. til laga um viðauka og breyting á lögum um bygging, ábúð og úttekt jarða frá 12. Jan. 1884 (106); 1. umr.

4. Till. til þingsályktunar um skipun sjávarútvegsnefndar (102); ein umr. Allir á fundi nema 2. þm. Eyf. (H. H.).

og 1. þm. G.-K. (B. Kr.), er tilkynt hafði forföll.

Fundargerð síðasta fundar lesin upp, samþykt og staðfest.

Forseti tilkynti, að frá Ed. hefði borist: 1. Frv. til laga um ábyrgðarfélög (130). 2. Frv. til laga um hagstofu Íslands

(134); — ásamt tilmælum um, að þau yrðu lögð fyrir Nd.

Forseti tilkynti, að nefnd, sú sem kosin var til að íhuga frv. til laga um hvalveiðamenn, hefði kosið sér formann Guðm. Eggerz og skrifara Benedikt Sveinsson, og nefnd til að íhuga frv. til laga um rafveitu fyrir Seyðisfjarðarkaupstað, hefði kosið sér formann Valtý Guðmundsson og skrifara Jón Ólafsson.

Forseti skýrði frá, að útbýtt hefði verið frá, Ed.

1. Frv. til laga um breytingu á tolllögum fyrir Ísland nr. 54, 11. Júlí 1911, 1. gr. 15. Eftir 3. umr. í Nd. (126).

2. Frv. til laga um breyting á 1. gr. laga um vitagjald frá 11. Júlí 1911. Eftir 3. umr. í Nd. (127).

3. Frv. til laga um samþyktir um eftirlit úr landi með fiskiveiðum í landhelgi. Eftir 3. umr. í Nd. (128).

4. Frv. til laga um breyting á lögum nr. 18, 9. Júlí 1909, um styrktarsjóð handa barnakennurum. Eftir 3. umr. í Nd. (129).

5. Frv. til laga um vatnsveitingar. Eftir 2. umr. umr. í Ed. (133).

6. Breytingartill. Við frumv. til laga um vatnsveitingar. Frá nefndinni. (135).

7. Breytingartill. við frv. til laga um stofnun landhelgissjóðs Íslands á þgskj. 116. Frá Stgr. Jónssyni og G. Björnssyni (137).

Forseti skýrði frá, að útbýtt hefði verið í deildinni:

1. Breytingartill. við frv. til fjárauka. laga fyrir árin 1912 og 1913. Frá Kristni Daníelssyni (125).

2. Frumv. til laga um ábyrgðarfélög. Eftir 3. umr. í Ed. (130).

3. Frv. til laga um hagstofu Íslands. Eftir 3. umr. í Ed. (134).

4. Skipulagsskrá fyrir minningarsjóð Jóns alþingism. Sigurðssonar frá Gautlöndum (132).

Forseti skýrði frá, að lagt hefði verið fram á lestrarsal:

1. Þingmálafundargerð úr Borgarfjarðaraýslu.

2. Erindi frá cand. phil. Páll E. Ólasyni um 1800 kr. styrk á ári til þess að semja handritaskrá fyrir Landabókasafnið (2 flgskj.).

3. Bréf stjórnarráða Íslands ásamt béfi frá Den gobenhavnske So-Aasurance Forening og 1 flgskj.

4. Erindi frá Reyni Gíslasyni um 800 kr. styrk árið 1914 til að nema hljómfræði og hljóðfæraslátt.

Þá var gengið til dagskrár og tekið fyrir:

FRUMVARP til laga um breyting á sveitarstjórnarlögum 10. Nóv. 1905 (98); 1. umr.