01.08.1913
Neðri deild: 24. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 634 í C-deild Alþingistíðinda. (436)

3. mál, fjáraukalög 1912 og 1913

Framsögum. (Pétur Jónsson):

Eg þarf ekki að ræða málið mikið að þessu sinni. Það eru fáar breytingartillögur sem fram hafa komið, svo það er litlu við það að bæta, sem sagt var við 2. umr. Fjárlaganefndin hefir afráðið að leggja til að fjárveitingin til pósthúsins verði dregin út af aukafjárlögunum og tekin upp á fjálögunum. Þó að fyrir liggi ákveðið plan um viðbót við pósthúsið sem nú er, þá er það plan svo lauslegt, að það getur ekki verið nefndinni að skapi. Henni virðist jafnvel æskilegra að byggja sérstakt pósthús og ef til vill á öðrum stað, en hafa þetta hús, sem nú er bæði pósthús og símastöð, eingöngu fyrir símann.

Fjárlaganefndin hefir rætt um þetta við póstmeiatarann og símastjórann og hefir þeim báðum borið saman um, hvorum í sínu lagi, að þetta mundi fult eina heppilegt. Það yrði ef til vill eitthvað dýrara, en um það verður ekkert sagt með vissu, því að fullkomna áætlun er ekki hægt að fá enn þá. En það hefir engum ágreiningi valdið, að pósthús verður að byggja, eða að bæta við þetta pósthús, sem nú er.

Þá er önnur breytingartillaga frá nefndinni, um að fjárveitingin til Röntgensáhaldanna handa háskólanum verði hækkuð um 1000 kr. úr 5 þús. upp í 6 þús. kr. Það er samhuga álit nefndarinnar bæði eftir upplýsingum annars prófessorsins í læknisfræði og annara manna, sem kynt, hafa sér málið, að 5 þús. kr. hrökkvi ekki til þess að kaupa áhöldin svo fullkomin sem þörf er á. Nefndin var ekki svo að sér að hún gæti dæmt um málið upp á eigin spýtur, en það hefir verið stutt með rökum, að áhöld fyrir 5 þús. kr. skorti talsvert á að koma að tilætluðum notum. Fyrir því hikar nefndin ekki við að leggja til, að fjárveitingin verði hækkuð.

Þá hefir þinginu borist beiðni frá Stúdentafélaginu um 600 kr. styrk til þess, að senda mann á 100 ára afmælishátið Stúdentafélagsins norska á komandi hausti. Nefndin leggur til að þessari beiðni verði sint, með því að hún verður að telja það heppilegt, að Íslendingar láti á sér bera með því að taka þátt í slíkum mannamótum, sérstaklega á Norðurlöndum. Fyrir þessu er líka fordæmi, því að Alþingi veitti, fyrir stuttu síðan, einum prófessornum við háskólann styrk til þess að sækja 100 ára afmæli háskóla Norðmanna. Það er því þriðja breytingartill. nefndarinnar, að þessi 600 kr. fjárveiting verði tekin upp á fjáraukalögin.

Tvær breytingartill. hafa komið fram frá þingmönnum utan nefndarinnar og báðar Við sama liðinn um fjárveitinguna til fundarhalds þingmanna í Desembermánuði. Önnur breytingartill. á þgskj. 210 fer fram á, að liðurinn verði feldur burt, en hin á þgskj. 228 á að koma í veg fyrir að þetta geti orðið fordæmi fyrir eftirtímann. Nefndin hefir fallist á fjárveitinguna og verður því að leggja á móti fyrri breytingartillögunni. viðvíkjandi inni siðari, verð eg að minata koati að lita svo á, að fjárveitingin geti alls ekki gefið það fordæmi, að hver stjórn geti fengið fé úr landasjóði til flokkafundarhalda. Eins og þegar hefir verið margtekið fram, er hér ekki um neinn flokksfund að ræða, heldur var fundurinn, að því er eg hygg, bein afleiðing af ákvörðun, sem Alþingi hafði tekið.