01.08.1913
Neðri deild: 24. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 648 í C-deild Alþingistíðinda. (450)

82. mál, sala hjáleigunnar Mosfellsbringna í Mosfellssveit

Framsögum. (Björn Kristjánsson):

Eg hefi komið fram með þetta mál fyrir beiðni ábúandans á Mosfellsbringum. Sá sem býr þar nú, hefir búið þar í mörg ár og ræktað jörðina, sem var í eyði, er hann kom þangað. Var þar þá ekki annað en óræktar-bali í túns stað. Hefir hann nú óskað að fá kot þetta keypt, sem hann hefir sjálfur bygt hús á.

Út af ósk hans voru kvaddir menn til að meta jörðina og töldu þeir hana 6 hundruð. Virtu þeir jörðina á 1500 kr. en afgjaldið af henni er nú 60 kr. Mat þetta var staðfest með eiði 14. Des. 1911. Sýslunefnd hefir samþykt söluna að sínu leyti og látið í ljósi, að ekkert væri til fyriratöðu að jörðin væri seld frá laganna hendi. Presturinn hefir sömuleiðis mælt með sölunni. Síðan var málið sent til stjórnarráðsins og neitaði það að selja jörðina, án þess að taka fram nokkrar ástæður fyrir neituninni.

Öll skjöl eru til sýnis fyrir væntanlega nefnd — ef málið fær að komast í nefnd.

Vil eg stinga upp á, að málinu verði að umr. loknum vísað til þjóðjarðasölunefndarinnar.